Cover image

Um Umbúðamiðlun

Triangle icon

Stiklað á stóru í sögu Umbúðamiðlunar.

Hvers vegna Umbúðamiðlun? Fyrir tíð Umbúðamiðlunar áttu fiskmarkaðir á Íslandi allir sín ker sjálfir. Hver fiskmarkaður var með sinn lit og sínar merkingar á kerjunum. Fiskmarkaðurinn seldi fisk til kaupenda sem voru staðsettir vítt og breitt um landið og jafnvel einhverjir sem fluttu fiskinn áfram á erlendan markað. Með þessu fyrirkomulagi gat verið erfitt og tímafrekt fyrir fiskmarkaði að fá sín ker aftur til baka. Skapaðist því oft keraskortur á viðkomandi fiskmarkaði með tilheyranda vandræðum. Það er svo árið 1996 að eigendur allra fiskmarkaða á Íslandi sjá að nauðsynlegt sé að stofnað verði fyrirtæki sem mun sjá öllum fiskmörkuðum fyrir kerjum, samleigufélag. Það gerist svo 31. maí 1996 að Umbúðamiðlun er stofnuð. Tilgangur félagsins er rekstur og miðlun umbúða og ýmis þjónusta við fiskmarkaði, kaupendur, seljendur og aðra aðila. Hluthafar Umbúðamiðlunar við stofnun félagsins voru allir fiskmarkaðir sem áttu aðild að Íslandsmarkaði og Reiknistofu fiskmarkaðanna. Hlutafé við stofnun Umbúðamiðlunar var að stórum hluta í formi fiskikerja frá fiskmörkuðunum. Borgarplast kom svo inn í hluthafahópinn árið 2000 og var stærsti einstaki hluthafi félagsins fram til ársins 2019. Í dag er Umbúðamiðlun í eigu þriggja fiskmarkaða ásamt Reiknistofu fiskmarkaðanna.

Eftir að Umbúðamiðlun tók til starfa sjá íslenskar útgerðir og fiskvinnslur hversu hagkvæmt sé að leigja ker í staðin fyrir að eiga og reka sín ker sjálfir. Sáu því margar útgerðir hag sinn í því að fara í samleigukerfi Umbúðamiðlunar. Líkt og fiskmarkaðirnir áttu útgerðirnar ker sem Umbúðamiðlun keypti og bætti í kerabunkann og þau ker urðu partur af leigukerjum félagsins. Þegar allir fiskmarkaðir og flestar útgerðir voru komnar í viðskipti við Umbúðamiðlun var kerabunkinn orðinn frekar fjölbreyttur hvað varðar liti, merkingar og tegund á kerjunum. Einkenndist keraeignin á því til margra ára. Í dag samanstendur keraeign félagsins á um 60.000 kerjum sem eru í leigukerfi félagsins. Höfuðstöðvarnar eru í Korngörðum 5, Reykjavík. Þar er afgreiðsla, þvottastöð, eftirlit og viðgerðir á kerjunum. Þessu til viðbótar rekur félagið þvottastöð hjá FMS Sandgerði.