Notkunarreglur

Við veitum viðskiptavinum okkar leiðbeiningar og efni til þjálfunar ásamt réttum myndmerkingum ef þeirra þarfnast. Yfirmenn bera ábyrgð á því að koma leiðbeiningum og þjálfunarefni til starfsfólks síns, ásamt því að passa að leiðbeiningunum sé fylgt.

Fiskiker Umbúðamiðlunar eru vottuð fyrir geymslu og flutning á matvælum. Því er aðeins heimilt að nota fiskikerin undir ís og sjávarfang, ekkert annað.

Lyfting

Tæki sem eru ekki CE merkt geta verið hættuleg eða óörugg. Notið því einungis CE merkt tæki til að lyfta/hífa fiskikerunum. Ávalt skal hífa með krók í öllum fjóruum hornum, aldrei tveim.

Stöflun

Fyrir stafla sem standa sjálfir má aðeins stafla fjórum fullum kerum samtals. Aðeins ef aðrir staflar getað stutt við má stafla allt að 6 fullum kerum.

Lyftarar

Það er afar mikilvægt að fara rétt með kerin þegar lyftari er notaður. Staflið aðeins fjórum kerum þegar lyftari er notaður, reynið aldrei að lyfta fleiri en einum stafla í einu. Verið ávalt viss um að tennur lyftarans fari alveg í gegn á báðum hliðum kersins.

Verið viss að fiskiker sem á að lyfta sé ekki lengur í snertingu við jörðina áður en það er fært.

Það er auðvelt að skaða fiskiker ef því er ýtt með lyftara. Aldrei ýta fiskikerunum.

Þrif

Athugið að þrífa kerin rétt eftir notkun. Notið sápu og háþrýstidælu til að þrífa þau og passið að fjarlægja öll merki sem eru límd á kerin.