Skemmdir á fiskikerum eru stórt vandamál og kosta árlega gríðarlegar upphæðir. Þeim upphæðum þætti okkur betur varið í annað.
Helstu skemmdir og orsakir viðgerða á fiskikerum raðað eftir tíðni skemmda:
- Stungur eftir lyftaragaffla
- Hífihankar skemmdir, slitnir af, eða sundur
- Sprungið byrði
- Slit og skemmdir á undirstöðum
- Rispað og skítsækið ytra byrði
- Burðarþol ónýtt
- Annað
Dýrust og flóknustu viðgerðirnar eru vegna skemmdra hanka.
Hér að neðan eru raktar nánar helstu skemmdir og ástæður þeirra
1. Stungur eftir lyftaragaffla
- Kerum ýtt til með lyftaragöfflum í hlið kera
- Lyftaragafflar of langir og/eða hvassir í endann
- Lyftara ekið á ker
2. Hífihankar skemmdir, slitnir af, eða sundur
- Ker dregin á hífihönkum út úr gámum eða endum flutningavagna
- Ker dregin á hífihönkum eftir lestargólfum við löndun
- Ker nuddast eða „heflast“ á hífihanka, t.d. við að því er troðið í gám, kæli eða flutningavagn o.þ.h.
- Full ker hífð á tveimur hornum
- Ker hífð með röngum hífibúnaði, t.d. krókum sem ekki eru ætlaðir til verksins, of stuttum keðjum o.þ.h.
- Of mikil þyngd í hífingu, t.d. hífð 5 ker eða fleiri í einu
- Ker krækist upp undir lestarlúgukant við hífingu o.þ.h.
- Högg á hífihanka, t.d. við ákeyrslu, fok, ef ker dettur á hankann o.þ.h.
3. Sprungið byrði
- Full ker hífð á tveimur hornum
- Ker slitið í sundur, t.d. við að draga það út úr gámi eða flutningavagni
- Högg á ker, t.d. við ákeyrslu, fok, ef ker dettur o.þ.h.
- Ker hífð með röngum hífibúnaði, t.d. of stuttum keðjum o.þ.h.
4. Slit og skemmdir á undirstöðum
- Kerum ýtt án lyftingar, t.d. við löndun
- Tveimur stæðum af tómum kerum lyft í einu, þannig að einungis einn lyftaragaffall er í hvorri stæðu
5. Rispað og skítsækið ytra byrði
- Ker nuddast utan í veggi
- Ekið er utan í ker
- Ker dregin eða þeim ýtt á hliðunum
- Ker fjúka
6. Burðarþol skemmt eða ónýtt
- Full ker hífð á tveimur hornum
- Kerum troðið inn í gáma eða flutningatæki
- Ker pressuð upp að vegg eða annarri fyrirstöðu
- Fullum kerum staflað í of mikla hæð
- Ker hífð með röngum hífibúnaði, t.d. of stuttum keðjum o.þ.h.
- Full ker verða fyrir of miklu lóðréttu álagi, t.d við fall, ógætilegan akstur o.þ.h.
- Ker klemmist, t.d. milli skips og bryggju
- Vörum (t.d. vörum á brettum, timbri o.þ.h.) staflað ofan á ker í flutningatækjum
7. Burðarþol ónýtt vegna aldurs kers
- Kerin eru orðin ónýt eftir mikla notkun