Cover image

Skemmdir

Triangle pointing down icon

Skemmdir á fiskikerum eru stórt vandamál og kosta árlega gríðarlegar upphæðir. Þeim upphæðum þætti okkur betur varið í annað.

Helstu skemmdir og orsakir viðgerða á fiskikerum raðað eftir tíðni skemmda:

1. Stungur eftir lyftaragaffla

  • Kerum ýtt til með lyftaragöfflum í hlið kera
  • Lyftaragafflar of langir og/eða hvassir í endann
  • Lyftara ekið á ker

2. Hífihankar skemmdir

  • Ker dregin á hífihönkum út úr gámum eða endum flutningavagna
  • Ker dregin á hífihönkum eftir lestargólfum við löndun
  • Full ker hífð á tveimur hornum

3. Sprungið byrði

  • Full ker hífð á tveimur hornum
  • Ker slitið í sundur, t.d. við að draga það út úr gámi eða flutningavagni
  • Högg á ker, t.d. við ákeyrslu, fok, ef ker dettur o.þ.h.

4. Slit og skemmdir á undirstöðum

  • Kerum ýtt án lyftingar, t.d. við löndun
  • Ker slitið í sundur, t.d. við að draga það út úr gámi eða flutningavagni

5. Rispað og skítsækið ytra byrði

  • Ker nuddast utan í veggi
  • Ekið er utan í ker
  • Ker dregin eða þeim ýtt á hliðunum

7. Burðarþol ónýtt vegna aldurs kers

  • Kerin eru orðin ónýt eftir mikla notkun

6. Burðarþol skemmt eða ónýtt

  • Full ker hífð á tveimur hornum
  • Kerum troðið inn í gáma eða flutningatæki
  • Ker pressuð upp að vegg eða annarri fyrirstöðu

Texti fyrir neðan getur komið hér (eða ekki)