Við veitum viðskiptavinum okkar leiðbeiningar og efni til þjálfunar starfsmanna þeirra sem nota og meðhöndla kerin í sinni vinnu. Yfirmenn bera ábyrgð á því að koma leiðbeiningum og þjálfunarefni til starfsfólks síns, ásamt því að passa að leiðbeiningunum sé fylgt.
Kerin frá Umbúðamiðlun ehf eru vottuð fyrir flutning og geymslu matvæla. Þau má því eingöngu nota undir sjávarfang og ís.
Til að tryggja öryggi við hífingu notið eingöngu CE merktan hífingarbúnað. Húkka þarf í öll horn kersins áður en híft er. Þegar aðeins er húkkað í tvö horn skekkist kerið og verður fyrir skemmdum.
Leyfilegt er að stafla sex fullum kerum þegar verið er að raða í geymslu svo lengi sem stuðningur frá öðrum stæðum er til staðar. Ef verið er að setja upp einn stafla óstuddan má aldrei raða fleirum en fjórum kerum saman í senn.
Rétt meðferð kera er mjög mikilvæg. Hver stæða má aðeins vera fjögur ker á hæð. Aldrei má flytja meira en eina stæðu í einu. Passa þarf að gafflar lyftarans nái vel undir kerið svo að engir fletir snerti jörðu á meðan flutningi stendur.
Gæta þess að lyfta keri alveg frá jörðu áður en ekið er af stað.
Ekki má nota gaffla lyftarans til að ýta kerjum. Það fer illa með botninn auk þess sem gafflarnir fara í gegnum kerin og skemma þau.
Athugið að þrífa kerin rétt eftir notkun. Notið sápu og háþrýstidælu til að þrífa þau og passið að fjarlægja allar álímdar merkingar.