Keraleiga

Umbúðamiðlun leggur mikla áherslu á að notkun fiskikera sé eins örugg og mögulegt er. Mjög alvarleg slys hafa hlotist af rangri notkun, eða notkun bilaðra kera.

Þess vegna viljum við brýna fyrir leigutökum að fara varlega í umgengni við þau, svo ekki hljótist af skemmdir sem valdið geta slysi.

Í því sambandi viljum við benda á notkunarreglur okkar varðandi meðhöndlun og umsýslu fiskikera í okkar eigu, og kaflann um skemmdir.