Notkunarreglur

  • Notið einungis heil ker undir afla.
  • Notkun bilaðra kera er að fullu á ábyrgð notanda keranna. Þannig er það t.d. á ábyrgð notanda ef reynt er að hífa upp ker sem er með bilaðan hífihanka. Umbúðamiðlun ber ekki ábyrgð á tjóni og/eða slysum sem af notkun bilaðra kera eða hífibúnaðar hlýst.
  • Ýtið aldrei með lyftara á undan ykkur kerum. Það heflar botn keranna af og eyðileggur þau. Ker skulu ávallt vera á lofti frá götu eða gólfi þegar þau eru færð til.
  • Ýtið aldrei við keri með göfflum lyftara. Það getur gatað kerið. Til öryggis er gott að passa að gafflar séu ekki of hvassir, og setja á þá þykkingu ef svo er.
  • Passið að lyftaragafflar séu ekki of langir, þannig að hætta sé á að þeir stingi gat á ker fyrir aftan það ker sem verið er að forfæra.
  • Passið að beita ekki of miklum þrýstingi þegar ker eru sett í flutningstæki. Lyftarar eiga ekki að keyra á kerabunka til að troða honum í vagna. Það brýtur upp einangrun innan í kerunum og eyðileggur þau og burðarþol þeirra.Vandið til verka við fermingu og affermingu flutningstækja
  • Passið að ker skekkist ekki í flutningstæki eða gámi ef nauðsynlegt reynist að draga það út. Það getur slitið t.d. hanka af keri, auk þess að geta brotið upp einangrun innan í kerunum. Þar að auki heimilar UMB ekki að ker séu dregin, eða þeim ýtt, án þess að þau séu á lofti.
  • Gætið þess að ker geti ekki fokið til á geymslusvæðum. Það getur valdið tjóni á því sem það fýkur á, auk þess sem kerin geta skemmst og/eða týnst, fjúki þau til dæmis út í sjó.
  • Biluðum kerum skal komið til næsta lagers UMB

Nánari upplýsingar um burðar- og hífingarþol keranna má t.d. sjá á vefsíðum framleiðendanna, Borgarplasts eða Sæplasts